Women Power

Eflum konur, verndum börnin, styrkjum heilu samfélögin.

Aukin tækifæri kvenna skila sér til allra í samfélaginu.

Um Women power

Við viljum skapa umhverfi þar sem konur hafa möguleika á að framkvæma hugmyndir sínar og skapa sér efnahagslegt sjálfstæði.

Women Power eru félagasamtök sem vinna á heildstæðan hátt að valdeflingu kvenna. Samtökin voru stofnuð út frá vináttu og trausti milli Önnu Elísabetar, stofnanda samtakanna, og magnaðra kvenna í Bashay þorpi í Tansaníu. Grunnurinn að öllu starfi Women power er Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) ásamt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en samtökin byggja á þeirri hugmyndafræði að besta leiðin til að hjálpa efnalitlum samfélögum sé að efla konur. Konur eru stærsta ónýtta auðlind heims því þær hafa víða ekki tækifæri til nýta sína hæfileika, reynslu og þekkingu. Valdefling kvenna hefur því ekki aðeins lífsbreytandi áhrif á þær heldur líka fyrir samfélögin sem þær búa í. 

Viltu styrkja gott málefni?

Með stuðningi getum við stækkað starfsemina

Scroll to Top